Bókasafn Einars Benediktssonar

Árið 1935 gaf Einar Benediktsson (1864–1940), skáld og ritstjóri, Háskóla Íslands, í minningu föður síns, jörðina Herdísarvík ásamt bókasafni sínu og húsgögnum. Bækurnar voru ekki færðar í Háskólabókasafn fyrr en í mars 1950 og voru hafðar þar í geymslu þar til það flutti í Þjóðarbókhlöðu. Bókasafn Einars er að mestum hluta sagnfræði svo og grískar og latneskar bækur og rit um fornklassískar bókmenntir. Bækurnar eru nær einvörðungu á erlendum tungum og meginhluti þeirra er prentaður fyrir 1850, mjög margar á 17. og 18. öld og nokkrar á 16. öld.

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall