Í seinni tíð hefur hugtakið bókverk verið notað þegar talað er um tölusettar bækur, tímarit, veggspjöld og ýmisskonar smáprent, óháð efnistökum – allt frá fjölritaðri og handgerðri sjálfsútgáfu til fjöldaframleiddrar forlagsútgáfu þar sem miklu er tilkostað við umgjörð verksins. Nú á tímum er hugtakið bókverk í hugum flestra bók eftir listamann – þar sem bókin er verkið sjálft, miðillinn sem listamaðurinn velur vegna þeirra eiginleika sem bókin hefur umfram aðra miðla. Árið 2018 var sýningin Bókverk sett upp í Safnahúsinu tilefni af 200 ára afmæli Landsbókasafnsins. Í tilefni af því var komið á fót sérstöku bókverkasafni sem einu af sérsöfnum Landsbókasafns.
Netspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.