Bókverk

Í seinni tíð hefur hugtakið bókverk verið notað þegar talað er um tölusettar bækur, tímarit, veggspjöld og ýmisskonar smáprent, óháð efnistökum – allt frá fjölritaðri og handgerðri sjálfsútgáfu til fjöldaframleiddrar forlagsútgáfu þar sem miklu er tilkostað við umgjörð verksins. Nú á tímum er hugtakið bókverk í hugum flestra bók eftir listamann – þar sem bókin er verkið sjálft, miðillinn sem listamaðurinn velur vegna þeirra eiginleika sem bókin hefur umfram aðra miðla. Árið 2018 var sýningin Bókverk sett upp í Safnahúsinu tilefni af 200 ára afmæli Landsbókasafnsins. Í tilefni af því var komið á fót sérstöku bókverkasafni sem einu af sérsöfnum Landsbókasafns.

Bókbindarasafn

Seint á síðustu öld hóf bókbindarinn Sigurþór Sigurðsson að safna bókbandsverkum eftir hina ýmsu bókbindara. Árið 2002 bauð Sigurþór Félagi bókagerðarmanna safnið til kaups og var það samþykkt. Árið 2012 var Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni afhent það til varðveislu. Bækurnar í safninu eru handbundnar af hinum ýmsu bókbindurum en margir þeirra eiga fleiri en eina bók. Einnig eru í safninu nokkrar bækur sem bundnar voru inn á bókbandsstofum snemma á síðustu öld. Í Bókbindarasafninu verður reynt að safna saman bókbandsverkum eftir sem flesta bókbindara landsins. Þannig geti safnið gefið heildarmynd af sögu bókbands á Íslandi og nýst við rannsóknir á henni.

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall