Dewey flokkunarkerfið

Í lok árs 2011 gerði Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn samning við OCLC um samlagsáskrift á landsvísu að WebDewey, sem er Dewey flokkunarkerfið á netinu. Safnið sér um allt utanumhald, fjármál og úthlutar aðgangsorðum. Fimm söfn, utan Lbs-Hbs tóku þátt frá byrjun en nú eru þau orðin 15. Áskrift að Vef-Dewey stuðlar að samræmi í flokkun og veitir stöðugt aðgengi að nýjustu uppfærslu kerfisins.

Flokkunarkerfi Deweys, ásamt afstæðum efnislykli, sem Lbs-Hbs gaf út árið 2002 í íslenskri þýðingu, er uppurið, en stafræna endurgerð má nálgast á bækur.is.

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall