Ferðabókasafn Seðlabanka Íslands

Árið 2005 var undirritaður samningur sem fól í sér að Seðlabanki Íslands afhenti Landsbókasafninu til varðveislu safn erlendra bóka, tímarita, hefta og blaða um Ísland og íslensk efni, einkum þjóðlíf og náttúrufar, um 2.500 bindi, og nokkur hundruð stakra mynda sem birst hafa í erlendum blöðum og bókum. Hér er meðal annars um að ræða ýmsar ferðabækur sem erlendir gestir hafa skrifað um ferðir sínar um Ísland í gegnum aldirnar.

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall