Á handbókarými safnsins á 2. hæð eru bindi handbóka og uppsláttarrita af ýmsum toga: alfræðirit, orðabækur, Alþingistíðindi, Stjórnartíðindi, laga- og dómasöfn, s.s. íslenskt Lagasafn og Hæstaréttardómar, kortabækur, bókaskrár og tilvísanarit á ýmsum sérsviðum, svo dæmi séu nefnd.
Á 3. og 4. hæð eru einnig algengustu orðabækur og fleiri handbækur til notkunar þar. Í tón- og myndsafni á 4. hæð er gott safn uppsláttarrita um tónlist. Í lestrarsal á 1. hæð eru handbókasöfn sem tengjast efni handritasafns og Íslandssafns. Í útibúi í Lögbergi eru uppsláttarrit á sviði lögfræði.
Netspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.