Handritaskrár

A. Prentaðar skrár

Prentaðar skrár handritasafns liggja frammi á lestrarsal safnsins: Þrjú aðalbindi gefin út 1918–1937 og fjögur aukabindi gefin út á tímabilinu 1947–1996. Þessar skrár hafa einnig verið myndaðar og eru aðgengilegar á www.bækur.is.

Til að auðvelda leit í handritaskránum hafa verið útbúin ritvinnsluskjöl með Nafnaskrá og Efnisskrá allra bindanna. Númerin í skránum vísa í raðnúmer en ekki safnmörk.

Hér eru tenglar inn í skrárnar eftir raðnúmerunum:

Skinnblöð í handritasafni, skráð í aukabindi ii

Lbs fragm. 1-81
JS fragm. 1-20

Fornbréf á skinni í handritasafni, skráð í aukabindi ii

Lbs dipl. 1-42 JS dipl. 1-40

Nánari leiðbeiningar um notkun skránna má finna hér.

Rafræn handritaskrá 1964-2013, bráðabirgðaútgáfa af skrá yfir handrit úr aðfangaskrá.

Skráningarfærslur handrita sem skráð hafa verið eftir útgáfu IV. aukabindis (1996) má finna á handrit.is:

  • Lbs 971 fol. og áfram:
  • Lbs 4961 4to og áfram:
  • Lbs 4433 8vo og áfram:
  • Lbs fragm. 82 og áfram:
  • C. Leiðarvísar yfir skjala- og handritasöfn

    Hér eru birtir leiðarvísar yfir skjala- og handritasöfn einstaklinga og stofnana. Þetta er viðbót við það sem er nú þegar í prentuðum skrám. Leiðarvísarnir verða fyrst um sinn á PDF sniði og kunna að taka breytingum eftir því sem lýsing á gögnum verður ítarlegri. Uppruni og framsetning leiðarvísanna er mismunandi en markmiðið er að gera upplýsingarnar aðgengilegar frá einum stað. Listinn er byggður upp á eftirfarandi hátt. Fyrst kemur nafn skjalamyndara. Þá hvers eðlis gögnin eru, hvort um sé að ræða bréfa-, skjala- og/eða handritasafn og yfir hvaða tímabil gögnin ná. Að lokum er innan sviga safnmark gagnanna.

    D.Samskrá yfir einkaskjalasöfn

    Samskrá yfir einkaskjalasöfn sem varðveitt eru í handritasafni Landsbókasafns, Þjóðskjalasafni og á héraðsskjalasöfnum. Samskráin er í vinnslu og er ekki tæmandi.

    Leiðbeiningar fyrir Transkribus-forritið

    Netspjall_

    Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

    Hleður spjall...
    Netspjall