ISBN númer

ISBN er alþjóðlegt auðkennisnúmer fyrir bækur og bókatengda útgáfu. Skammstöfunin stendur fyrir International Standard Book Number sem er staðall nr. 2108 frá alþjóðlegu staðlastofnuninni ISO. Hvert númer er einstakt og er megintilgangur alþjóðlega bóknúmerakerfisins að greina hvert rit sem best frá öðrum. Með samræmdri tölumerkingu rita skapast möguleikar á aukinni notkun tölva, jafnt hjá bókaútgáfum, bóksölum og bókasöfnum.

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn er umboðsaðili fyrir alþjóðlega bóknúmerakerfið. Úthlutun og upplýsingaþjónusta er veitt útgefendum að kostnaðarlausu. Á móti ber þeim að skila eintökum til safnsins samkvæmt lögum um skylduskil. Hverjum útgefanda er úthlutað númeraröð sem inniheldur útgefendatölu hans eða einstökum bóknúmerum ef gefa á út fáa titla eða einungis eina bók. Fylgst er með því að bóknúmer séu rétt notuð. Gerð er skrá yfir íslenska útgefendur sem er hluti af alþjóðlegri skrá, Global Register of Publishers.

Blöð, tímarit og nótur eiga ekki að fá ISBN-númer heldur á að setja á þau alþjóðlegt tímaritsnúmer (International Standard Serial Number – ISSN) og alþjóðlegt nótnaútgáfunúmer (International Standard Music Number – ISMN). Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn er einnig umboðsaðili fyrir þessi alþjóðlegu númerakerfi (sjá ISSN og ISMN).

Hægt er að senda tölvupóst á netfangið isbn (hjá) landsbokasafn.is fyrir frekari upplýsingar.

 

Reglur um notkun ISBN-númera (.pdf)
Umsóknareyðublað

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall