#

ISMN-númer

ISMN-númer

ISMN er alþjóðlegur staðall fyrir nótnaútgáfu. Skammstöfunin stendur fyrir International Standard Music Number sem er staðall númer 10957 frá alþjóðlegu staðlastofnuninni ISO. ISMN kerfið er systurkerfi ISBN kerfisins og er eingöngu ætlað til að auðkenna nótur og nótnatengda útgáfu.

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn annast úthlutun ISMN númera fyrir íslenska nótnaútgáfu og ber jafnframt ábyrgð á kynningu og útbreiðslu kerfisins hér á landi. Hver útgefandi getur fengið númeraröð með útgefendatölu sinni eða stök númer fyrir einstaka útgáfu. Úthlutun og upplýsingaþjónusta er veitt útgefendum að kostnaðarlausu. Á móti ber þeim að skila eintökum til safnsins samkvæmt lögum um skylduskil. Gerð er skrá yfir íslenska tónlistarútgefendur sem er hluti af alþjóðlegri skrá, Music Publishers International ISMN Database.

Ekki á að nota ISBN númer á nótur eða nótnabækur. Þó geta nótna- eða söngbækur einnig fengið ISBN númer ef í þeim er mikill texti og/eða myndskreytingar. 

Hægt er að senda tölvupóst á netfangið helga.k.gunnarsdottir (hja) landsbokasafn.is fyrir frekari upplýsingar.

 

Leiðbeiningar um notkun ISMN-númera (.pdf)
Umsóknareyðublað

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall