ISSN-númer

Alþjóðlegt tímaritsnúmer (International Standard Serial Number – ISSN), er staðall númer ISO-3297 frá alþjóðlegu staðlastofnuninni. Vegna mjög mikillar útgáfu tímarita í heiminum og vinnslu skráa yfir þau í tölvum var ákveðið að gefa hverjum titli eitt númer sem auðkennir hann.

Úthlutun ISSN númera fyrir íslensk tímarit hófst á áttunda áratugnum og hafa íslenskir útgefendur látið prenta ISSN númer á tímarit a.m.k frá því um 1980. Árið 1984 hóf Háskólabókasafn, og síðar Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, að hafa milligöngu um að útvega alþjóðleg tímaritsnúmer frá alþjóðastofnun ISSN í París sem annaðist skráningu ritanna fyrir okkar hönd. Í lok ársins 2000 var undirritaður samningur við alþjóðastofnunina um stofnun landsmiðstöðvar fyrir alþjóðlega tímaritsnúmerakerfið í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni og hóf hún starfsemi árið 2001. Hlutverk landsmiðstöðvar er að úthluta ISSN-númerum fyrir íslensk tímarit, annast skráningu þeirra í tölvuskrá alþjóðastofnunar ISSN og kynna og útbreiða kerfið hér á landi. 

Tímarit eru skilgreind sem rit sem koma út undir sama titli í mörgum hlutum, sem oftast eru tölumerktir á einhvern hátt og útgáfutímabil er óákveðið. Skilgreiningin nær til blaða, tímarita, fréttabréfa, ritraða, ársrita/árbóka og ársskýrslna á prentuðu formi jafnt sem rafrænu. 

Hægt er að fá úthlutað ISSN-númeri fyrir öll blöð, tímarit, ritraðir og ársrit. Æskilegt er að sækja um ISSN-númer fyrir ný tímarit áður en fyrsta tölublað er gefið út. Útgefandi ber ábyrgð á að láta prenta ISSN-númerið rétt á tímaritið bæði með venjulegu letri og í formi strikamerkis.

Hægt er að senda tölvupóst á netfangið hkg (hja) landsbokasafn.is fyrir frekari upplýsingar.

Sjá nánar:

 

Leiðbeiningar um notkun ISSN-númera (.pdf)
Umsóknareyðublað

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall