#

Kvennasögusafn

Kvennasögusafn Íslands var stofnað af frumkvæði Önnu Sigurðardóttur ásamt þeim Svanlaugu Baldursdóttur og Else Miu Einarsdóttur á heimili Önnu á Hjarðhaga 26 þann 1. janúar 1975 í tilefni kvennaárs Sameinuðu þjóðanna.

Markmið Kvennasögusafns Íslands er að skrá, varðveita og safna heimildum um sögu kvenna ásamt því að miðla þeirri þekkingu og hvetja til rannsókna. Það er eina safnið sinnar tegundar á Íslandi. Safnið varð sérstök eining í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni í Þjóðarbókhlöðu árið 1996. Það er staðsett á 1. hæð hússins. Á safninu er hægt að fá upplýsingar um sögu kvenna og afhenda skjöl. Gögn Kvennasögusafns eru lánuð á lestrarsal Íslandssafns á 1. hæð Þjóðarbókhlöðunnar. Hægt er að panta gögn með því að hringja í síma 525 5779, senda tölvupóst á tölvupóst eða koma á staðinn.

#

Móttaka aðfanga

Hvað á að gera við gömlu bréfin hennar ömmu, mömmu eða eigin bréf? Dagbækur, uppskriftabækur, fundagerðarbækur kvenfélaga o.fl.?

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall