Læknisfræðisafn Jóns Steffensen

Jón Steffensen (1905–1991), prófessor í líffærafræði og lífeðlisfræði við Háskóla Íslands, ánafnaði ásamt konu sinni, Kristínu Björnsdóttur (1905–1972), Háskólabókasafni allt bókasafn sitt árið 1982. Gjöfin var veitt m. a. til eflingar rannsókna á sögu íslenskra heilbrigðismála. Í safninu eru allflest rit sem út hafa komið um íslensk heilbrigðismál og skrif íslenskra lækna á erlendum málum, ásamt fjölda erlendra rita um sögu læknisfræðinnar almennt. Einnig inniheldur það mörg tímarit og árbækur um heilbrigðismál. Að auki eru í safninu rit um náttúrufræði, ferðabækur, heimildarrit um sögu Íslands, fornrit, erlend sagnfræði, ennfremur íslensk og erlend skáldrit.

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall