#

Landakort

Í kortasafni Landsbókasafns er að finna flest Íslandskort sem gefin hafa verið út fyrr og síðar. Mestur hluti þeirra berst safninu samkvæmt lögum um skylduskil.

Kortasafnið er á 1. hæð og er það eitt af sérsöfnum Landsbókasafns. Helstu kort íslensk eru kort danskra landmælingamanna af landinu frá því í byrjun 20. aldarinnar (herforingjaráðskortin), kort bæði breska og bandaríska hersins frá miðri 20. öldinni (AMS-kort), útgáfur Landmælinga Íslands og annarra útgefenda. Kortasafnið býr að miklu bókasafni (rúm 600 bindi) um kort og kortagerð sem því barst að gjöf frá Haraldi Sigurðssyni og konu hans Sigrúnu Á. Sigurðardóttur. Þar er m.a. að finna endurprentanir á kortabókum fremstu kortagerðarmanna fyrri alda, ýmis rit virtra fræðimanna á þessu sviði auk helstu tímarita um kort.

Á handbókasal á 2. hæð er talsvert af kortabókum, þ. á m. nýleg heildarútgáfa af atlasblöðum Landmælinga Íslands.

#

Íslandskort.is

Myndir af öllum helstu Íslandskortum frá upphafi til miðrar 20. aldar. Öllum kortunum fylgir söguleg lýsing bæði á íslensku og ensku.

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall