Lárus Sigurbjörnsson

Árið 1993 ánöfnuðu börn Lárusar Sigurbjörnssonar (1903–1974), fyrrum skjala- og minjavarðar Reykjavíkurborgar, Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni allt leikritasafn hans og var það flutt í safnið til varðveislu 1995. Lárus var á mörgum sviðum einn af brautryðjendum íslenskrar leiklistar á þessari öld og safnaði öllu því sem laut að leiklistarsögu. Í safni hans er ekki eingöngu að finna handrit flest allra íslenskra og þýddra leikrita sem sýnd höfðu verið hér á landi meðan hans naut við heldur líka leikbókmenntir, leikskrár, úrklippur úr íslenskum og erlendum blöðum auk ýmiss fleira tengdu leiklist.

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall