Í lögum um Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn nr. 142/2011 er mælt fyrir um hlutverk safnsins. Því er ætlað að vera í senn þjóðbókasafn og bókasafn Háskóla Íslands, og sem rannsóknarbókasafni ber því að halda uppi upplýsingaþjónustu fyrir alla landsmenn á sviði vísinda og fræða, stjórnsýslu, atvinnulífs og lista- og menningarmála.
Sjá einnig reglugerð um safnið nr. 170/2014.
Samkvæmt lögum um skylduskil nr. 20/2002 fær Landsbókasafn eintök af verkum sem gefin eru út eða birt á Íslandi. Það er gert í þeim tilgangi að unnt sé að varðveita þau til frambúðar, gera tæmandi skrár um þetta efni og að það sé tiltækt til fróðleiks og rannsókna.
Sjá einnig reglugerð um skylduskil til safna nr. 982/2003.
Sjá einnig bókasafnalög nr. 150/2012.
Samstarfssamningur við Háskóla Íslands
Samstarfssamningur við námsbraut í bókasafns- og upplýsingafræði
Netspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.