Safnið útvegar notendum sínum bækur og tímaritsgreinar frá öðrum háskóla- og rannsóknarbókasöfnum. Bækur eru ekki pantaðar frá Borgarbókasafni eða almenningsbókasöfnum á höfuðborgarsvæðinu. Athugið einnig að bókasafn Alþingis og söfn ráðuneytanna lána bækur eingöngu á lestrarsal. Bækur sem eru aðgengilegar á safninu, eru ekki afgreiddar í millisafnalán nema til annarra bókasafna.
Allar leiðbeiningar um hvernig eigi að panta efni eru í leiðarvísinum Millisafnalán .
Biðtími getur verið mjög mismunandi, allt frá nokkrum dögum upp í nokkrar vikur, eftir því hvert efnið er. Bið eftir greinum er almennt tveir dagar en lágmark vika fyrir bækur. Skilafrestur bóka sem fengnar eru erlendis frá er yfirleitt eftir þrjár til fjórar vikur. Kennarar og starfsfólk Háskóla Íslands fær greinar sendar í innanhússpósti, en nemendur og aðrir notendur þurfa að sækja greinar í afgreiðsluborð útlána. Bækur þurfa allir að sækja í afgreiðsluborð.
Innlend söfn geta pantað millisafnalán frá safninu. Það er gert í bókasafnskerfinu Gegni eða með því að senda tölvupóst á netfangið millisafnalan (hja) landsbokasafn.is.
Kostnaður við millisafnalán er samkvæmt gjaldskrá. Kostnaður vegna kennslu og rannsókna starfsmanna Háskóla Íslands færist á reikning viðkomandi deildar, stofnunar eða rannsóknaverkefnis og er innheimtur tvisvar á ári. Reikningar til fyrirtækja og stofnana eru sendir út ársfjórðungslega.
Netspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.