Handritasafn tekur á móti handritum og einkaskjalasöfnum (bréf, dagbækur, fundargerðabækur og önnur gögn einstaklinga og félagasamtaka). Ekki er tekið á móti gögnum frá stofnunum ríkis eða sveitarfélaga, en bent á Þjóðskjalasafn eða héraðsskjalasöfnin. Áður en gögn eru afhent handritasafni getur verið gott að hafa samband við starfsfólk handritasafns (handrit (hja) landsbokasafn.is) til að fá leiðbeiningar um frágang einkaskjalasafna.
Sjá leiðbeiningar:
Leiðbeiningar um frágang einkaskjalasafna InnskotsblaðNetspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.