Vinnuaðstaða

Í Þjóðarbókhlöðunni er fyrsta flokks vinnuaðstaða til náms og rannsókna.
Reynt er að koma til móts við mismunandi þarfir námsmanna með fjölbreyttri vinnuaðstöðu s.s. lesaðstöðu þar sem algert næði ríkir (3. og 4. hæð), hópvinnuborðum í opnu rými þar sem hægt er að spjalla saman (2. hæð) og hópvinnuherbergjum sem námsmenn geta bókað sjálfir. Til að tryggja vinnufrið eru þeir sem kjósa að vinna í aðstöðu þar sem næði á að ríkja beðnir um að slökkva á farsímum.

Samkvæmt 1. gr. laga nr. 142/2011 um Landsbókasafns Íslands — Háskólabókaafn er Landsbókasafn Íslands — Háskólabókasafn bókasafn Háskóla Íslands. Í samræmi við Samstarfs- og þjónustusamning Háskóla Íslands og Landsbókasafns Íslands — Háskólabókasafns eru lessæti sérstaklega ætluð nemendum Háskólans frátekin á prófatímum. Eru aðrir námsmenn beðnir að sýna því skilning.

Á 1. hæð er lessalur Íslandssafns en um hann gilda sérstakar reglur:
Gestir eru vinsamlega beðnir um að skrifa í gestabók, geyma yfirhafnir í fatahengi og töskur í skápum í forsal.
Vinnuborð skulu vera auð þegar salurinn er yfirgefinn. Hægt er að fá rit geymd í læstum skápum í forsal Íslandssafns til næstu daga sé þess óskað.

Lesborð

Lesaðstaða er á öllum hæðum hússins, um 430 sæti við einstaklingslesborð. Á 3. og 4. hæð eru auk þess borð þar sem allt að fjórir geta setið saman. Óheimilt er að helga sér þau en notendur geta yfirgefið borð í eina klst., án þess að eiga á hættu að missa það, með því að stilla klukku sem er á flestum borðum. Á próftíma hafa nemar við Háskóla Íslands forgang að merktum borðum á 3. og 4. hæð.

Á 2. hæð eru hópvinnuborð og þar má tala saman. Á hæðinni eru handbækur og uppsláttarrit sem eru aðeins til notkunar á staðnum. Lesborð í handritasafni og Íslandssafni eru ætluð þeim sem eru að nota gögn viðkomandi safna.

Lesherbergi og hópvinnuherbergi

Á 3. og 4. hæð eru 26 lesherbergi sem eru ætluð fræðimönnum, nemendum í framhaldsnámi á háskólastigi og öðrum sem vinna að ákveðnum verkefnum og þurfa að nota rit safnsins í tengslum við þau. Í 4 herbergjum eru tölvur með aðgangi að ritvinnslu, Netinu o.fl. Lesherbergi nr. 28 á 4. hæð er fyrir hreyfihamlaða. Sækið um lesherbergi hér (sjá reglur um úthlutun og gjaldskrá).

Í safninu eru 4 hópvinnuherbergi, eitt á 3. hæð og þrjú á 4. hæð. Þau taka 3-10 manns. Bókið hópvinnuherbergi hér.

Prentun, ljósritun og skönnun

Almennir notendur geta prentað úr tölvum safnsins á prentara sem er staðsettur í þjónustuborði á 2. hæð. Nemendur við Háskóla Íslands fá úthlutað notendanafni og aðgangsorði hjá Nemendaskrá í þjónustuborði á Háskólatorgi og geta notað prentara HÍ á 3. safnsins. Kaup á prentkvóta.

Ljósritunarvélar eru á 2., 3. og 4. hæð hússins. Um er að ræða sjálfsalavélar og eru kort í þær seld á 2. hæð (sjá gjaldskrá). Á 1. hæð ljósritar starfsfólk Íslandssafns fyrir notendur sem greiða fyrir hvert blað. Kynnið ykkur þær reglur sem gilda um ljósritun úr verkum annarra samkvæmt samningi Fjölíss og menntamálaráðuneytisins.

Tölvur og Internet

Á 1. hæð í lestrarsal Íslandssafns:
Aðgangur að Interneti og ritvinnsluforritum.

Á 2. hæð:
Á móti þjónustuborði: Aðgangur að Interneti og ritvinnsluforritum.

Á 3. hæð:
Í lesrými: Fyrir nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands með aðgangsorð og notendanafn að háskólanetinu. Umsjón með tölvunum hefur upplýsingatæknisvið HÍ.
Fyrir framan þjónustuborð: Aðangur að rafrænum tímaritakosti safnsins, Tímarit.is og greinasafni Morgunblaðsins.

Á 4. hæð:
Í lesrými: Fyrir nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands.

Auk þess eru leitartölvur fyrir lbs.leitir.is á öllum hæðum. Í Þjóðarbókhlöðu er þráðlaust net (LBS_HBS/HotSpot) sem allir geta tengst með eigin fartölvu/snjalltæki.

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall