Námsbókasafnið

Kennarar geta, í tengslum við námskeið sem þeir kenna, beðið um að ákveðin rit verði sett í námsbókasafnið. Meðan á námskeiði stendur eru viðkomandi rit ýmist til notkunar á staðnum eða lánuð í einn til fjórtán daga. Námsbókasafn er staðsett á 3. hæð í Þjóðarbókhlöðu. Þar er einnig aðstaða til að geyma ljósritað lesefni sem tengist námskeiðunum.

Útlán úr námsbókasafni eru gegn framvísun bókasafnsskírteinis eins og önnur útlán. Bókasafnsskírteini í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni eru veitt nemendum og kennurum við Háskóla Íslands án endurgjalds.

Í leiðarvísi námsbókasafnsins eru nánari upplýsingar um námsbókasafnið og listar yfir námsbækur sem eru á safninu fyrir hvert námskeið.

Netfang námsbókasafns er namsbokasafn (hja) landsbokasafn.is

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall