Safnið er bókasafn Háskóla Íslands og samkvæmt þjónustusamningi við háskólann hafa nemendur HÍ forgang að lesbásum á 3. og 4. hæð á prófatíma sem og að ýmiss konar þjónustu. Þannig fá nemendur háskólans bókasafnsskírteini endurgjaldslaust og helmingsafsláttur er veittur af gjaldskyldri þjónustu, svo sem millisafnalánum og leigu á aðstöðu (sjá nánar gjaldskrá safnsins).
Skemman er rafrænt varðveislusafn lokaverkefna íslenskra háskólanema. Nemandi sem hyggst útskrifast frá Háskóla Íslands skal skila inn rafrænu eintaki af lokaverkefni sínu í Skemmuna sbr. 54. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Markmiðið með Skemmunni er m.a. að opna sem flestum aðgang að fræðilegu efni og eru nemendur hvattir til að hafa ritgerðir sínar opnar. Sumar deildir hafa sett reglur varðandi aðgang að lokaverkefnum og er nemendum bent á að kynna sér vel verklagsreglur eða aðrar leiðbeiningar um lokaverkefni í sinni deild. Auk eintaks af lokaverkefni skal nemandi skila í Skemmunni yfirlýsingu um það hvernig aðgangi að verkefni hans skuli háttað.
Leiðbeiningar um skil í Skemmuna.
Doktorsritgerðum skal skila í rafræna varðveislusafnið Opin vísindi.
Leiðbeiningar um skil í Opin vísindi.
Leiðarvísar um heimildir í einstökum námsgreinum sem kenndar eru við Háskóla Íslands, heimildavinnu og fjölbreyttar hagnýtar leiðbeiningar.
Safnið starfrækir bókasafn fyrir lagadeild Háskóla Íslands á 3. hæð í Lögbergi. Menntavísindasvið er með eigið bókasafn í Stakkahlíð og Heilbrigðisvísindabókasafn Landspítala og Háskóla Íslands er í Eirbergi, Landspítala v/Hringbraut. Sjá nánar.
Þeir sem skráðir eru í fjarnám við Háskóla Íslands hafa sömu réttindi og skyldur við safnið og aðrir nemendur háskólans og leitast er við að veita þeim sambærilega þjónustu. Fjarnemar utan höfuðborgarsvæðisins geta fengið bækur sendar með pósti og greiðir safnið póstburðargjald aðra leiðina. Beiðnir um bókasendingar má senda með tölvupósti á utlan (hja) landsbokasafn.is eða hafa samband við útlánadeild í síma 525-5681. Æskilegt er að notendur velji sér lykilorð á lbs.leitir.is til þess að taka frá rit sem er í láni, panta millisafnalán, endurnýja lán o.fl.
Netspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.