Nonnasafn

Rithöfundurinn og jesúítinn Jón Sveinsson (1857–1944) fluttist ungur frá Íslandi og bjó erlendis eftir það. Hann er kunnastur fyrir sögur sínar um Nonna og Manna en þær eru byggðar á bernskuminningum höfundar. Hann ritaði einnig ferðabækur, um ferðir sínar til Íslands, Ameríku og Japans. Árið 1987 afhenti Haraldur Hannesson hagfræðingur og bókavörður Landsbókasafni Íslands minningarsafn um Jón Sveinsson. Það var sameiginleg gjöf hans og Jesúítareglunnar. Í safninu eru rit Nonna í velflestum útgáfum, innlendum og erlendum, bækur og blaðaúrklippur um hann og myndir. Einnig handrit, dagbækur, bréf og minnisbækur Nonna. Mjög vel er frá safninu gengið, handrit öll innbundin og bréf og smáprent geymt í öskjum.

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall