Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn í Þjóðarbókhlöðu er bókasafn Háskóla Íslands samkvæmt samstarfssamningi við háskólann. Nemendur HÍ hafa forgang að fjölbreyttri þjónustu. Bókasafnsskírteini eru endurgjaldslaus og nemendur HÍ fá helmingsafslátt af ýmis konar gjaldskyldri þjónustu.

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er við Arngrímsgötu 3, sími: 525 5600, netfang: landsbokasafn (hja) landsbokasafn.is.

Lagabókasafn í Lögbergi

Bókasafnið er bókasafn fyrir lagadeild Háskóla Íslands og stærsta lagabókasafn landsins. Safngögn eru einungis lánuð út til starfsmanna og nemenda lagadeildar Háskóla Íslands. Allir nemendur lagadeildar geta fengið bækur að láni í allt að 3 daga. Kennarar deildarinnar og meistara- og grunnnemar sem vinna að lokaritgerð í lögfræði við HÍ geta fengið bækur að láni í 30 daga.

Lagabókasafnið er staðsett á 3. hæð í Lögbergi, húsi Lagadeildar HÍ, sími: 525 4372, netfang: lagabokasafn (hja) landsbokasafn.is, sjá vef.

Heilbrigðisvísindabókasafn LSH og HÍ

Markmið Heilbrigðisvísindabókasafns Landspítala og Háskóla Íslands er að veita starfsmönnum LSH sem og nemendum og kennurum við Heilbrigðisvísindasvið HÍ aðgang að þeim vísindalegu og klínísku upplýsingum og þekkingu sem þeir þurfa í námi og starfi. Í því skyni býður Heilbrigðisvísindabókasafnið aðgang að og aðstoð við notkun helstu gagnasafna og tímarita á sviði heilbrigðisvísinda og er nánast alfarið rafrænt bókasafn.

Heilbrigðisvísindabókasafn LSH og HÍ er í Eirbergi, Landspítala v/Hringbraut, sími: 543 1450, netfang: bokasafn (hja) landspitali.is, sjá vef.

Bókasafn Menntavísindasviðs HÍ

Bókasafn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands er einkum ætlað nemendum og starfsmönnum sviðsins en er jafnframt opið öðrum sem sérfræðisafn á sviði kennslu, uppeldis, umönnunar og þjálfunar.

Safnið er á jarðhæð í Hamri við Stakkahlíð, sími: 525 5930, netfang: menntavisindasafn (hja) hi.is, sjá vef.

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall