Safn verka Kristmanns Guðmundssonar

Að Kristmanni látnum árið 1983 gáfu dætur hans Landsbókasafni Íslands þann hluta bókasafns hans er í voru verk skáldsins bæði á frummálunum, íslensku og norsku, og í þýðingum á fjölda tungumála, ennfremur ýmis safnrit sem hann átti eitthvert efni í. Þá eru margvísleg verk er hann sneri á íslensku. Árið 2016 var þetta safn gert að sérsafni í Landsbókasafni.
Nokkuð magn af úrklippum úr erlendum blöðum og tímaritum fylgdi með gjöfinni og er það efni varðveitt í handritasafni.

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall