Saga handritasafns

Upphaf handritasafns Landsbókasafns Íslands má rekja til kaupa á handritasafni Steingríms Jónssonar biskups og Valgerðar Jónsdóttur til Landsbókasafns árið 1846. Í safni þeirra voru m.a. handrit frá þeim langfeðgum Hannesi Finnssyni biskupi, Finni Jónssyni biskupi og sr. Jóni Halldórssyni í Hítardal. Handritasafn Landsbókasafns (safnmark: LBS) óx ár frá ári. Árið 1879 var handritasafn Jóns Sigurðssonar keypt en það inniheldur 1.342 handritanúmer (JS). Árið 1901 keypti safnið handritasafn Hins íslenska bókmenntafélags, Kaupmannahafnardeildar (ÍB) og Reykjavíkurdeildar (ÍBR), sem innihélt 1.800 handritanúmer. Fleiri handritasöfn fékk safnið til eignar á 20. öld og ennþá berast því handrit en einkum þó einkaskjalasöfn.

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall