Skákritasafn Willards Fiske

Bandaríski auðmaðurinn Willard Fiske (1831–1904) hafði mikinn áhuga á öllu sem viðkom Íslandi. Hann kom til Íslands árið 1879 og kenndi íslensku sem prófessor í norrænum fræðum við Cornell háskóla í Íþöku. Hann safnaði öllu prentuðu íslensku efni sem hann komst yfir og ánafnaði síðar Cornell háskóla. Mun það vera næst stærsta safn íslenskra rita í útlöndum. Fiske safnaði einnig öllum tiltækum bókum og tímaritum um skák en hann var mikill skákáhugamaður. Hann hreifst af áhuga landsmanna, einkum Grímseyinga, á þeirri íþrótt og ákvað að gefa Landsbókasafni Íslands skákritasafn sitt. Það er um 1200 bindi og eru sum þeirra mjög fágæt. Mikið af bókakostinum er bundið í vandað band.

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall