Skráningarþjónusta

Landsbókasafn tekur að sér að skrá safnkost fyrir smærri söfn þar sem aðföng eru lítil. Um er að ræða tvenns konar þjónustu:

  • Full skráningarþjónusta felur í sér bókfræðifærslu, forðafærslu og eintakatengingar: Safn sendir safngögn eða skannaðar titilsiður og ítarlegar upplýsingar um bækurnar til Landsbókasafns. Landsbókasafn skráir og vistar bókfræðifærslu með flokkstölu og efnisorðum í landskjarna. Forði er skráður í safnakjarna og eintak tengt. Verð fyrir skráningarþjónustu má finna í gjaldskrá safnsins.
  • Eingöngu bókfræðifærsla: Safn sendir Landsbókasafni skannaða titilsíðu og lýsingu á viðfanginu. Landsbókasafn skráir og vistar bókfræðifærslu með flokkstölu og efnisorðum í landskjarna og skilar færslunúmeri til safns. Enginn forði er skráður og eintak er ekki tengt. Hálft verð er tekið fyrir þessa þjónustu.

Landsbókasafn áskilur sér rétt til að taka ekki við verkefnum sem vinna þarf innan þröngs tímaramma. Allt að 50 bækur eru teknar í einu. Ekkert lágmark.

Söfn sem hyggjast nýta sér þjónustuna eða vilja fá nánari upplýsingar hafi samband við skráningarsvið Landsbókasafns: gegnir (hja) landsbokasafn.is

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall