Frá árinu 2012 hafa íslenskir háskólar og nokkrir framhaldsskólar nýtt sér hugbúnaðinn Turnitin. Í lok árs 2017 var undirritaður einn samningur um notkun Turnitin í öllum framhalds- og háskólum til þriggja ára sem svo var endurnýjaður annað tímabil og gildir til ársloka 2023. Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn hefur umsjón með verkefninu og annaðist samningsgerðina og Mennta- og menningarmálaráðuneytið greiðir kostnaðinn við samninginn.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn ber ábyrgð á:
Landsbókasafn-Háskólabókasafn hefur yfirumsjón með verkefninu. Verkefnastjóri er Hilma Gunnarsdóttir, upplýsingafræðingur hilma.gunnarsdottir (hja) landsbokasafn.is og tæknileg umsjón er í höndum Sigurbjargar Jóhannesdóttur sigurbjorg (hja) hi.is, verkefnastjóri fjarnáms og stafrænnar kennslu á Menntavísindasviði og Kennslusviði Háskóla Íslands.
Turnitin er hugbúnaður sem býður upp á fjölbreytt hjálpartæki í kennslu - þar á meðal sérstaka ritstuldarvörn. Kennarar geta með forritinu kannað frumleika texta og rétta heimildanotkun í þeim verkefnum sem nemendur leggja fram. Turnitin ber texta innlagðra verkefna saman við mikið safn heimilda sem þar eru vistaðar, m.a. fjölda greina úr erlendum gagnasöfnum, texta af heimasíðum og nemendaritgerðir - bæði íslenskar og erlendar, til dæmis þær ritgerðir sem sendar hafa verið inn í Skemmuna - stafrænt varðveislusafn íslenskra háskóla. Að loknum þessum samanburði birtir Turnitin skýrslu (e. originality report) þar sem gerð er grein fyrir samsvörun milli innlagðs verkefnis og þeirra texta sem vistaðir eru í gagnasafninu. Þó svo niðurstaða Turnitin sýni samsvörun er ekki víst að um ritstuld sé að ræða. Það er undir kennara komið að túlka skýrslur úr Turnitin og skera úr um hvort meðferð heimilda sé fullnægjandi.
Einnig geta kennarar nýtt möguleika forritsins til þess að leiðbeina nemendum á myndrænan hátt, gera athugasemdir við verkefni og koma á framfæri uppbyggilegri gagnrýni - svo dæmi séu tekin. Hér má sjá myndband framleitt af Turnitin sem sýnir möguleika hugbúnaðarins. Á vef Turnitin eru ýmsar gagnlegar leiðbeiningar og upplýsingar er varða tæknileg atriði/ vandamál.
Ritstuldur (e. Plagiarism) er vandamál í hinum akademíska heimi og hafa flestir háskólar gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir ritstuld og mótað sér stefnu í því hvernig tekið skuli á slíkum málum. Innleiðing Turnitin hérlendis er liður í aðgerðum til varnar ritstuldi.
Turnitin: Tíu gerðir ritstuldar
Turnitin: Q&A
Vísindavefurinn: Hvað er ritstuldur?
Netspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.