Watsonsafn

Bretinn og Íslandsvinurinn Richard Mark Watson (1906–1979) ánafnaði árið 1975 Landsbókasafni Íslands bókasafni sínu um Ísland og íslensk málefni á erlendum tungum. Meðal verka í safninu er heildarútgáfa rita William Morris og margar fágætar ferðabækur sem gera safnið einstakt. Í því eru einnig margar bækur um Færeyjar. Mark Watson var vel þekktur hér á landi fyrir áhuga sinn á íslenskum dýrum en hann safnaði meðal annars fróðleik um íslenska hundinn og má finna árangurinn af því í bók hans The Iceland dog 874-1956. Watson dýraspítalinn er gjöf hans til íslensku þjóðarinnar. Einnig gaf hann Þjóðminjasafni Íslands á annað hundrað vatnslitamynda eftir W. G. Collingwood.

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall