Bókverk

Frá skapandi prenti til útgáfu listamanna

Sýning í Safnahúsi

07.06.2018 - 02.06.2019

Sýningin Bókverk er sett er upp í tilefni af 200 ára afmæli Landsbókasafnsins en undanfarið hefur verið aukin áhersla á sérstöðu bókverka í safnkostinum og í þróun er sérstakt bókverkasafn sem hluti af sérsöfnum Landsbókasafns. Sýningin er staðsett á 3. hæð í fjölnotasal Safnahúss og verður opin 7. júní 2018–2. júní 2019.

Sýningarskrá

Hugtakið bókverk hefur margbrotna merkingu í íslensku máli og eru bókverk fjölbreytt­ur og ósamstæður flokkur bóka í hugum flestra sem til þekkja. Hugtakið var fyrst notað hér á landi undir lok 19. aldar til að lýsa viðamiklum ritverkum sem gefin voru út í mörgum bindum þar sem sérstaklega mikið var lagt í prentun, útlit og umgjörð bókarinnar. Síðan þá hefur hugtakið verið notað þegar talað er um tölusettar bækur, tímarit, veggspjöld og ýmisskonar smáprent, óháð efnis­tökum – allt frá fjölritaðri og handgerðri sjálfsútgáfu til fjöldaframleiddrar forlags­útgáfu þar sem miklu er tilkostað við umgjörð verksins. Nú á tímum er hugtakið bókverk í hugum flestra bók eftir listamann – þar sem bókin er verk­ið sjálft, miðillinn sem listamaðurinn velur vegna þeirra eiginleika sem bókin hefur umfram aðra miðla.

Á sýningunni er lögð áhersla á að sýna forsögu bókverksins í samspili við tilraunir listamanna með bókarformið. Verkin eru sótt í safnkost Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og eru öll unnin hérlendis frá lokum 19. aldar til dagsins í dag. Öll verkin á sýningunni eru dæmi um prentverk og tilraunir listamanna, prentara og útgefenda til skapandi nálgunar við prentlistina. Eldri verkin á sýningunni eru sett í samhengi við bókagerð samtímans og á sýningunni má sjá bækur og aðra útgáfu listamanna í sínu fjölbreyttasta formi.

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Spánverjavígin 1615

Spánverjavígin 1615

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Þýðingar á íslenskum bókmenntum

Þýðingar á íslenskum bókmenntum

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Jóla- og nýárskort frá fyrri hluta 20. aldar

Jóla- og nýárskort frá fyrri hluta 20. aldar

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Tryggvi Magnússon og skjaldarmerkið

Tryggvi Magnússon og skjaldarmerkið

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall