Tímanna safn 1818-2018, fimmtudaginn 6. desember: „Hráefni og sögur – af Steindóri Sigurðssyni á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni“

29.11.2018

Fimmtudaginn 6. desember mun Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og ljóðskáld, flytja erindið „Hráefni og sögur – af Steindóri Sigurðssyni á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni“ í fyrirlestraröðinni Tímanna safn sem haldin er í tilefni af 200 ára afmælis Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

Í erindi sínu mun Kristín Svava Tómasdóttir ræða Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn sem vettvang sagnfræðilegra rannsókna og miðlunar, sem fjölbreyttan vettvang bæði hráefnis og sögu. Úr hvaða hráefni er sagan – eða sögurnar – smíðaðar og hvernig verða þær til? Hvað stýrir því hvaða sögur eru sagðar og á hvaða hátt? Hvaða hlutverk leikur safnið í því ferli? Þessar spurningar verða ræddar í fyrirlestrinum með hliðsjón af sögu Steindórs Sigurðssonar rithöfundar (1901-1949) og nærveru hans leitað í ólíkum hillum Þjóðarbókhlöðunnar. Steindór er einna þekktastur fyrir bæklinga sína um „ástandið“ á árum síðari heimsstyrjaldarinnar en eftir hann liggur fjöldi annarra verka, svo sem glæpasagna og ástarsagna, ljóða og endurminninga.

Erindið verður flutt í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu á milli kl. 12:05 og 12:45.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Fyrirlestraröðin á Facebook

Dagskrá fyrirlestraraðarinnar


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall