Að vera kjur eða fara burt?

Sýning í tilefni aldarafmælis fyrstu skáldsögu Halldórs Laxness, Barns náttúrunnar

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

23.04.2019 - 25.06.2020

Á fæðingardegi Halldórs Laxness, þann 23. apríl, var opnuð sýning í safninu í tilefni aldarafmælis Barns náttúrunnar, fyrstu skáldsögu Halldórs. Sýningin ber heitið Að vera kjur eða fara burt? og er samstarfsverkefni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, Gljúfrasteins, Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO og Forlagsins. Safnaráð og Vinafélag Gljúfrasteins styrkja verkefnið. Texta sýningarinnar skrifa fræðimenn og listafólk. Þar skrifar Haukur Ingvarsson um skáldsöguna Barn náttúrunnar, Halldór Guðmundsson skrifar um barnið Halldór Laxness sem var aðeins sextán ára þegar hann skrifaði söguna. Kristín Marja Baldursdóttir fjallar um myndlist á Íslandi árið 1919, Árni Heimir Ingólfsson um tónlist þess tíma og Sjón um kvikmyndir. Auður Jónsdóttir skrifar um fjölskylduna í Laxnesi og Unnar Örn um bókaútgáfu í aldarbyrjun.

 

Sýningarskrá

Sýningarspjöld

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Jólaútgáfur

Jólaútgáfur

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Edda II - Líf guðanna eftir Jón Leifs

Edda II - Líf guðanna eftir Jón Leifs

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Savanna tríóið

Savanna tríóið

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall