Medúsa

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

30.01.2020 - 05.05.2020

Súrrealistahópurinn Medúsa var stofnaður af nokkrum nemendum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í árslok 1979 og birtist stefnuyfirlýsing hópsins í skólablaðinu Grjúpán í ársbyrjun 1980. Hópurinn var starfandi  í tæp sjö ár og á þeim tíma komu út 30 útgáfur frá Medúsu, mest ljóðabækur, en einnig hljóðsnældur, smásögur, tímarit, póstkort, veggspjöld og bæklingar.                                

Hópurinn stóð að ljóðaupplestrum, tónleikum og gjörningum og rak gallerí í tvö ár, Skruggubúð á Suðurgötu 3a. Þar voru haldnar alþjóðlegar samsýningar súrrealista og var Medúsa í samstarfi við súrrealista á Norðurlöndum um útgáfu tímarits sem var kennt við Dunganon. Auk þess hafði Medúsa m.a. samstarf við súrrealista í Frakklandi og Kanada og birtust verk Medúsumanna í tímaritum sem gefin voru út í Frakklandi, Bretlandi, Svíþjóð og víðar. Flestar útgáfurnar eru eftir Sjón, Þór Eldon, Einar Melax, Matthías Magnússon, Ólaf Engilbertsson og Jóhamar, en einnig eiga þar hlut að máli Kristinn Sæmundsson, Björk Guðmundsdóttir, Margrét Örnólfsdóttir, Alfreð Flóki, Tony Pusey og fleiri. Síðasta útgáfan frá Medúsu kom út 1986, sama ár og Smekkleysa var stofnuð, en margir sem tengdust Medúsu voru stofnendur Smekkleysu.

Flestar útgáfur Medúsu eru nú komnar í bókverkasafn Þjóðarbókhlöðu og hljóðsafn Landsbókasafns.

Veggspjöld og póstkort eru einnig hluti af því efni sem aðstandendur Medúsu afhenda nú Landsbókasafninu.

Sýningin stendur til 20. apríl 2020.

Sýningarskrá

Erindi - Benedikt Hjartarson

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Sálmabækur 16. aldar

Sálmabækur 16. aldar

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Pappírshandrit og skinnblöð

Pappírshandrit og skinnblöð

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall