Fjallkonan og Reykvíska eldhúsið

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Fjallkonan

Kristín Dahlstedt Jónsdóttir (1876-1968) fæddist að Botni í Dýrafirði. Átján ára gömul kynnist hún Magnúsi Hjaltasyni Magnússyni (1873-1916), skáldinu frá Þröm, og fyrirmyndinni að Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi í skáldsögu Halldórs Laxness, Heimsljósi. Kristín sleit trúlofun þeirra Magnúsar þegar hann hafði tekið að sér aðra konu. Magnús hafði síðast samband við Kristínu þegar hann sat af sér dóm fyrir nauðgun í hegningarhúsinu  á Skólavörðustíg.

Haustið 1898 sigldi Kristín til Danmerkur. Hún starfaði næst­u árin á hótelum á Jótlandi og síðar í Kaupmannahöfn. Hún kom aftu­r til Íslands haustið 1905 og hafði þá hlotið góða menntun og starfsreynslu á hótel­um og veitingastöðum í Danmörku.

Kristín var strax ráðin til starfa á nýreistu glæsihóteli við Austur­stræti – Hótel Reykja­vík. Hún vild­i hins vegar ráða sér sjálf og hóf fljótlega rekstu­r á eigin veitinga­stað að Laugavegi 68. Þar kynntist hún eiginmanni sínumsem síðan vann við hlið hennar. Kristín átti eftir að reka eina fimm veitingastaði við Lauga­veginn undir heitinu Fjallkonan.

Kristín gerðist brautryðjandi um marg­t og innleidd­i nýj­ungar s.s. gas til ljósa og eldamennsku. Síðast rak hún veitingastað við Tryggvagötu og hætt­i veitinga­störfum rú­mlega sjötug eftir 50 ár á þeim vettvangi.

Ævisaga Kristínar Dahlstedt, sem Hafliði Jónsson skráði,  kom út árið 1961 og þykir með merkari ævisögum, ekki síst í röðum ævisagna  kvenna. Nýlega var bókin endurútgefin hjá Vestfirska forlaginu.

Smellið á myndina til að skoða sýningarskrá:

Reykvíska eldhúsið

Á sýningunni Reykvíska eldhúsið sem er unnin af félaginu Matur – saga – menning er stiklað á stóru í matarsögu Reykvíkinga fram að seinni heimstyrjöld og athyglinni beint að ýmsum sérkennilegum og skemmtilegum þáttum hennar. Sagan er sögð í tímaröð og hefst um aldamótin 1900 þegar Reykjavík var vaxandi kaupstaður með 6.700 íbúa. Reykjavík var þá fyrst og fremst fiskibær og lifðu íbúarnir á sjávargagni en höfðu jafnframt aðgang að fjölbreyttri matvöru í verslunum. Erfiðar samgöngur ollu því að landbúnaðarvörur voru oft af skornum skammti, sérstaklega mjólk. Dagleg fæða alþýðu manna var fiskur, rúgbrauð, smjörlíki og kaffi en efnafólk gerði vel við sig og sína á danska matarvísu. Vegna innflutningshafta sem stóðu fram yfir 1960 hurfu margar útlendar matvörur af borðum Reykvíkinga og sneru þeir sér því meira að innlendum mat en áður. Matvælaframleiðsla innanlands óx hröðum skrefum. Mikill munur var á mataræði milli stétta í bænum og bjuggu fátæklingar oft við mikinn skort. Sykur varð snar þáttur í mataræðinu og var leitun í Evrópu að jafnmikilli sykurneyslu. Í heimsstyrjöldinni síðari batnaði mataræðið og kjöt sást æ oftar á borðum Reykvíkinga.

Í tengslum við sýninguna Reykvíska eldhúsið tók Miðstöð munnlegrar sögu viðtöl við fjömarga einstaklinga um matarvenjur. Viðtölin voru flest tekin upp árið 2008. Hlusta má á viðtölin á safnanótt 8. febrúar 2013 í Landsbókasafni Íslands- Háskólabókasafni, eða síðar í Miðstöð munnlegrar sögu í Þjóðarbókhlöðu.

Smellið hér til að skoða sýningarskrá.

Smellið á myndina til að skoða stærri útgáfu:

Spjöld

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Jólaútgáfur

Jólaútgáfur

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Bókverk

Bókverk

Sýning í Safnahúsi

Sjá nánar
Appelsínur frá Abkasíu (lokið)

Appelsínur frá Abkasíu (lokið)

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Jólin koma -  Idą święta

Jólin koma - Idą święta

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall