Nína Tryggvadóttir – 100 ára minning

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Opnuð hefur verið sýning við Íslandssafn um Nínu Tryggvadóttur listmálara og rithöfund, en 100 ár voru nýlega liðin frá fæðingu hennar. Nína var fædd 16. mars 1913 á Seyðisfirði og andaðist úr krabbameini 18. júní 1968. Nína var þekkt fyrir myndlist sína en gaf einnig út nokkrar barnabækur. Hún var löngum búsett erlendis, m.a. í Kaupmannahöfn, París, London og New York þar sem hún bjó síðustu árin. Á árunum 1940-1943 dvaldist Nína í Reykjavík og kynntist þá mörgum listamönnum í Unuhúsi, m.a. Louisu Matthíasdóttur sem einnig var samtíða henni í listnámi í Bandaríkjunum 1943-1946. Bréf Nínu til Erlends í Unuhúsi rituð á námsárum hennar í Bandaríkjunum eru varðveitt í handritasafni Landsbókasafns og eru þau mörg skemmtilega myndskreytt.

Nína Tryggvadóttir á vinnustofu sinni um 1955. Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Andrés Kolbeinsson.

Úr bréfi Nínu til Erlends rituðu „einhvers staðar í Skotlandi". Nína Tryggvadóttir©Una Dóra Copley/Myndstef.

Nína Tryggvadóttir©Una Dóra Copley/Myndstef.

Sýningarskrá

Spjöld

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Handritasafn Landsbókasafns 170 ára

Handritasafn Landsbókasafns 170 ára

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Bernska skálds í byrjun aldar (lokið)

Bernska skálds í byrjun aldar (lokið)

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Þýðingar á frönsku og dönsku

Þýðingar á frönsku og dönsku

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall