Sýning í Þjóðarbókhlöðu
Föstudaginn 21. október kl. 14-17 var opnuð í Þjóðarbókhlöðu sýningin „Skáldskapurinn vaknar inni í mér“. Á sýningunni eru myndskreytingar Júríjs M. Ígnatjev við skáldsöguna Jevgeníj Onegín eftir rússneska þjóðskáldið Alexander S. Púshkín.
Dagskrá við opnun sýningarinnar:
Ávörp: Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður og Anton V. Vasiliev sendiherra Rússlands á Íslandi. Erindi: Árni Bergmann rithöfundur og rússneskufræðingur og Áslaug Agnarsdóttir þýðandi sem fjallaði um Púshkín á Íslandi.
Ljóðaflutningur: Olga Markelova rússneskt skáld og þýðandi.
Kynning á skáldsögunni Jevgeníj Onegín: Rebekka Þráinsdóttir kennari við rússneskudeild Háskóla Íslands.
Jafnframt var opin vinnustofa sérfræðinga frá Menningarstofnun rússneska ríkisins Púshkínþjóðgarði. Þar var sýnd skrautritun með fjaðurpenna á tilvitnunum úr „Evgeni Onegin“ á rússnesku og íslensku og grafísk prentun á portrettum af Alexander S. Púshkín.
Sýningin á myndskreytingum Júríjs M. Ígnatjev við Jevgeníj Onegín eftir Púshkín verður opin til 31. desember.
Að viðburðinum standa Sendiráð rússneska sambandsríkisins, Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, Alríkismenningarstofnunin Míkhajlovskoje sem er bókmennta-, sögu- og náttúruminjasafn tileinkað Alexander S. Púshkín (Púshkínþjóðgarður) og Ríkisvísindabókasafnið í Pskovhéraði.
Netspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.