Þjónustuborð

Starfsmenn í þjónustuborði á 2. hæð sinna almennri þjónustu og afgreiða erindi sem berast símleiðis eða í tölvupósti. Í þjónustuborði er hægt að skrá bækur í útlán og skila, panta efni og fá ýmsar leiðbeiningar og aðstoð. Tölvupóstfang útlánaþjónustu er utlan (hja) landsbokasafn.is

Starfsmenn upplýsingaþjónustu eru með vakt í þjónustuborði 8-16 alla virka daga. Þeir veita upplýsingar um heimildir á einstökum fræðasviðum, heimildaskráningu og aðstoða við heimildaleitir ásamt því að sinna erindum sem berast í netspjalli. Upplýsingaþjónustan stendur einnig fyrir margvíslegri fræðslu og kynningum. Tölvupóstfang upplýsingaþjónustu er upplys (hjá) landsbokasafn.is

 

Opin vinnuaðstaða fyrir hópa

Á 2. hæð eru 16 hópvinnuborð fyrir litla hópa og stóra. Í Þjóðarbókhlöðu er áhersla lögð á að tryggja vinnufrið gesta og skilgreina hljóðvist á einstökum svæðum. 2. hæð er „talandi hæð“ sem þýðir að þar mega gestir spjfalla og nota síma. Ritakostur á 2. hæð eru handbækur og uppsláttarrit til notkunar á staðnum.

Tölvur og Internet

Á móti þjónustuborði: Aðgangur að Interneti og ritvinnsluforritum.

Í Þjóðarbókhlöðu er þráðlaust net (LBS_HBS/HotSpot) sem allir geta tengst með eigin fartölvu/snjalltæki.

Prentun og ljósritun

Almennir safngestir geta prentað úr tölvum safnsins á prentara í þjónustuborði. Prentuð skjöl eru afhent við afgreiðslu útlána.

Ljósritunarvélar eru á 2., 3. og 4. hæð hússins.

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall