#

Tímarit og dagblöð

Í safninu er aðgangur að fjölda tímarita og dagblaða í prentaðri og rafrænni útgáfu. Safninu berast erlend tímarit á ýmsum fræðasviðum í áskrift auk þess sem það fær öll prentuð íslensk tímarit og dagblöð í skylduskilum sem þjóðbókasafn. Á það við um fréttabréf, ársrit, skólablöð og dagblöð. Dagblöð og tímarit á prenti er hægt að nálgast á 3. hæð í Þjóðarbókhlöðu og í Íslandssafni á 1. hæð. Rafræn tímarit í séráskrift safnsins og Háskóla Íslands eru aðeins aðgengileg á háskólanetinu. Fjöldi íslenskra blaða og tímarita eru aðgengileg í stafrænni endurgerð á vefnum timarit.is. Blöð og tímarit eru ekki lánuð út.

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall