Safnið tekur á móti skylduskilum á hljóðritum, en með hljóðriti er átt við hvers kyns miðil sem hefur að geyma upptökur á tali og tónum, t.d. hljóðskrár, hljómplötur, hljóðsnældur, geisladiska og hljóðbækur. Þetta efni er varðveitt í hljóð- og myndsafni safnsins, rafrænu varðveislusafni safnsins.
Ef efni er gefið út á áþreifanlegu formi, s.s. hljómplötum, geisladiskum eða hljóðsnældum, skal afhenda þrjú eintök. Þau má senda í pósti eða afhenda í afgreiðslu safnsins, merkt hljóð- og myndsafni.
Ef efni er gefið út á stafrænu formi þá er afriti af skrám þess skilað eða veittur afritunaraðgangur að þeim á netveitum.
Skilaskylda hvílir á útgefanda.
Allar fyrirspurnir um stafræn skil tónlistar skal senda á hljodogmyndsafn (hja) landsbokasafn.is.
Ef hljóðbók er gefin út á geisladiski eða öðru áþreifanlegu formi þá skal afhenda þrjú eintök af bókinni. Þau má senda í pósti eða afhenda í afgreiðslu safnsins, merkt- hljóð og myndsafni.
Ef hljóðbók er gefin út á stafrænu formi þá er afriti af skrám hennar skilað með því að nota rafrænt skilahólf safnsins eða veittur afritunaraðgangur að henni á netveitum.
Ef um er að ræða margar og/eða skrár sem stærri eru en 500mb þá má skila efninu með öðrum leiðum svo sem með skýjaþjónustu líkt og WeTransfer, Dropbox o.s.frv.
Skilaskylda hvílir á útgefanda.
Allar fyrirspurnir um stafræn skil hljóðbóka skal senda á skylduskil (hja) landsbokasafn.is
Kvikmyndasafn Íslands tekur á móti skylduskilum á kvikmyndum.
Netspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.