Hljóð- og myndsafn er á 4. hæð Þjóðarbókhlöðu. Þar eru varðveitt og aðgengileg útgefin íslensk hljóðrit og kvikmyndir sem safninu berast í skylduskilum, munir og ljósmyndir úr fórum íslensks tónlistarfólks og viðtöl úr Miðstöð munnlegrar sögu. Hægt er að hlusta á hluta hljóðritanna í Hljóðsafninu, hljodsafn.is.
Hægt er að hafa samband með fyrirspurnir um safnkostinn í hljodogmyndsafn (hja) landsbokasafn.is eða koma á staðinn.
Netspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.