Við tökum vel á móti þér

Ljósmæðrafélag Íslands 100 ára

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

05.05.2019 - 09.02.2020

Í tilefni af 100 ára afmæli Ljósmæðrafélags Íslands var opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðu á alþjóðadegi ljósmæðra, sunnudaginn 5. maí. Ljósmæðrafélag Íslands stendur að sýningunni í samstarfi við Kvennasögusafn Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.

Þann 2. maí árið 1919 komu 20 ljósmæður saman á heimili Þórdísar Elínar Jónsdóttur Carlquist ljósmóður og eiginmanns hennar, Alex Wilhelm Carlquist vindlagerðarmanns, á Laugavegi 20 í Reykjavík í þeim tilgangi að stofna félag ljósmæðra. Tilgangur með stofnun félagsins var að efla hag ljósmæðrastéttarinnar og standa vörð um kjör þeirra. Einnig að glæða áhuga þeirra og þekkingu fyrir öllu því er að ljósmæðrastarfi þeirra laut. Í þessum 20 kvenna hópi voru 10 nýútskrifaðar ljósmæður frá Yfirsetukvennaskólanum. Aðeins fæddist eitt stúlkubarn í Reykjavík daginn sem félagið var stofnað og því hafa flestar starfandi ljósmæður í Reykjavík átt þess kost að mæta á stofnfund félagsins. Hlaut félagið nafnið „Ljósmæðrafélag Íslands“ og er fyrsta stéttarfélag faglærðra kvenna á Íslandi. Í fyrstu stjórn Ljósmæðrafélags Íslands voru ljósmæðurnar, Þuríður Bárðardóttir, formaður, Þórdís Elín Jónsdóttir Carlquist ritari, Þórunn Ástríður Björnsdóttir gjaldkeri. Í dag skipa stjórn félagsins sjö ljósmæður og núverandi formaður er sú sextánda í röð formanna.
Sýningin er á 1. hæð Þjóðarbókhlöðu.

Sýningarskrá(PDF)

Sýningarspjöld

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar

Jólin koma - Idą święta

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Þýðingar íslenskra bókmennta á sænsku og ítölsku

Þýðingar íslenskra bókmennta á sænsku og ítölsku

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Jólaútgáfur

Jólaútgáfur

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall