#

Dægurprent

Í Íslandssafni er allt prentað efni sem gefið er út á Íslandi varðveitt. Auk bóka, tímarita og dagblaða varðveitir safnið svokallað dægurprent.

Dægurprent getur verið allt frá einblöðungi upp í þykkan bækling frá bílaumboðum eða allt um hellulögn. Hérna er t.d. um að ræða kynningabæklinga, ferðabæklinga, ferðaáætlanir, leiðarvísa, auglýsingar, framleiðslulýsingar, söluskrár, verðlista, ljóð, útfararprent, einblöðunga, leikskrár, sýningarskrár, tónleikaskrár, póstkort, jólakort, spil, dagbækur, vasabækur, bókmerki, dagatöl og veggspjöld.

Notendahópur dægurprents er breiður, en mest er þó um að rithöfundar og ævisöguritarar sem eru að skrifa atvinnusögu, félaga- og fyrirtækjasögu og byggðasögu rannsaki dægurprentið og fái myndir t.d. af auglýsingum, fregnmiðum, tónleikaskrám, verðskrám eða veggspjöldum í rit sem eru að koma út.

Dægurprentið er eingöngu hægt að fá lánað á lessal Íslandssafns líkt og öll önnur rit.

#

Efnisflokkar

Allir efnisflokkar dægurprents

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall