#

Skylduskil

Eitt af hlutverkum Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns sem þjóðbókasafns, er að safna öllu efni sem út er gefið eða ætlað er til dreifingar á Íslandi og varðveita það efni til framtíðar og gera það aðgengilegt öllum sem vilja nota það til fróðleiks og rannsókna. Til stuðnings því hlutverki hafa verið sett lög um skylduskil, nú í gildi lög nr. 20/2002. Í þeim er útgefendum, prentsmiðjum og öðrum fjölföldunaraðilum gert skylt að senda tiltekinn fjölda eintaka af öllu útgefnu efni, óháð útgáfuformi, til safnsins til varðveislu. Skilaskyldan nær einnig til efnis sem framleitt er erlendis fyrir íslenska útgefendur. Skylduskil til safnsins ná yfir allt efni útgefnu á prenti, á stafrænu/rafrænu formi t.d. hljóð- og rafbóka, tónlistar og kvikmynda. Öllum spurningum er svarað í gegnum tölvupóst skylduskil (hja) landsbokasafn.is.

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall