Fyrsta hæð

Lestrarsalur

Úr forsal fyrstu hæðar er gengið inn í sameiginlegan lestrarsal Varðveislusviðs en gögn Íslandssafns, Sérsafna, Kvennasögusafns og Handritasafns eru eingöngu lánuð á lestrarsalinn. Á lestrarsalnum eru um 50 vinnuborð, þar af 4 með tölvum. Handbókakostur á salnum er einkum miðaður við íslensk fræði en einnig eru þar Hæstaréttardómar og Alþingis- og Stjórnartíðindi. Gestir eru vinsamlegast beðnir um að skrá nafn sitt í gestabók og skilja yfirhafnir og töskur eftir í fatahengi og skápum í forsalnum áður en gengið er inn í lestrarsalinn.

Íslandssafn

Beiðnir um lán rita á lestrarsal má senda með rafrænu eyðublaði eða fylla út á staðnum og sækja starfsmenn ritin. Ritin eru úr varðveislukosti safnsins og því ekki lánuð út.

Afgreiðslutími

Sérsöfn

Starfsmenn Íslandssafns afgreiða rit úr sérsöfnum í lán á lestrarsal samkvæmt beiðnum sem má senda rafrænt eða fylla út í afgreiðslu Íslandssafns.

Kvennasögusafn

Rit eru lánuð á lestrarsal og eru afgreidd frá Íslandssafni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns nema annað sé tekið fram. Gögn eru pöntuð hjá starfsmanni Kvennasögusafns í síma, tölvupósti eða á staðnum.

Afgreiðslutími

Handritasafn

Panta má gögn í lán á lestrarsal með símtali, tölvupósti eða á staðnum en gögnin eru sótt tvisvar á dag í öryggisgeymslu safnsins og þurfa pantanir að liggja fyrir kl. 9:30 og 13:30.

Afgreiðslutími

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall