#

Handrit og einkaskjalasöfn

Handritasafn er að finna á 1. hæð hússins. Þar eru varðveitt um 15.000 handrit og um 1.300 einkaskjalasöfn. Skrár yfir safnkostinn má finna á á þessari síðu og einnig er hægt að hafa samband með fyrirspurnir um efni í okkar fórum. Gögn eru sótt tvisvar á dag í öryggisgeymslu safnsins, og þurfa pantanir að liggja fyrir kl. 9:30 og 13:30. Hægt er að panta með því að hringja í síma 525-5678, senda tölvupóst á handrit (hja) landsbokasafn.is eða koma á staðinn. Á síðu Handritasafns á Facebook er einnig hægt að fylgjast með starfsemi safnsins.

Á vefnum handrit.is er hægt að skoða hluta safnkostsins, skráningarupplýsingar og myndir. Á vefnum einkaskjol.is eru upplýsingar um einkaskjalasöfn í fórum handritasafns. Sífellt bætist við nýtt efni á þessa vefi. Handritasafn tekur jafnframt á móti handritum og hvers kyns einkaskjalasöfnum sem fólk hefur í fórum sínum. Við hvetjum alla sem eiga gömul skjöl að leita til okkar með varðveislu þeirra í huga.

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall