#

Bækur

Ritakostur Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns telur um milljón eintök af ýmsu tagi. Ritum safnsins er raðað eftir Dewey-flokkunarkerfinu. Þau eru jafnframt skráð í samskrá íslenskra bókasafna sem er að finna á leitir.is.

Bækur til útláns eru aðgengilegar á 3. og 4. hæð í Þjóðarbókhlöðunni en bækur til útláns eru einnig í geymslum safnsins og sjá starfsmenn um afgreiðslu þeirra. Í Íslandssafni á 1. hæð eru varðveittar íslenskar bækur sem eingöngu eru aðgengilegar á lessal Íslandssafns. Handbækur eru aðgengilegar til notkunar á 2. hæð en þær eru ekki lánaðar út.

#

Nýjar bækur

Listi yfir nýjar bækur í Landsbókasafni Íslands Háskólabókasafni

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall