Í bókasafninu er boðið upp á margvíslega þjónustu fyrir þann fjölbreytta hóp sem leitar til safnsins, bæði í Þjóðarbókhlöðu og á vef.
Kynning á sögu, hlutverki, safnkosti og skipulagi. Beiðni um almenna kynningu.
Áhersla er lögð á að kynna vinnuaðstöðu og þjónustu sem nemendum stendur til boða auk helstu upplýsingaleiða. Vefur Lbs-Hbs, leiðarvísar.is og lbs.leitir.is kynnt. Beiðni um kynningu.
Á bókunarvef safnsins er hægt að bóka hópvinnuherbergi á 3. og 4. hæð Þjóðarbókhlöðu sem taka 3-10 í sæti. Athugið að lágmarksstærð hópa sem geta bókað hópvinnuherbergi eru þrír einstaklingar.
Sérfræðingar í upplýsingaþjónustu bjóða upp á stutta leiðsögn í heimildaleit. Hafið samband við upplýsingaþjónustu upplys (hja) landsbokasafn.is , í síma 525 5685 eða lítið við í þjónustuborði á 2. hæð og fáið góð ráð við heimildaleitir.
Bókasafnsskírteini eru afgreidd í þjónustuborði á 2. hæð gegn framvísun skilríkja með mynd og kennitölu. Bókasafnsskírteini er innifalið í skólagjöldum nemenda við Háskóla Íslands, starfsmenn HÍ fá skírteini án endurgjalds, en aðrir greiða árgjald samkvæmt sjá gjaldskrá. Erlendir stúdentar í Háskóla Íslands þurfa að fylla út beiðni um bókasafnsskírteini.
Bókasafnsskírteini eru gefin út á einstakling og ber eigandi skírteinis fulla ábyrgð á þeim gögnum sem hann fær að láni. Glatist eða skemmist safnefni í vörslu lánþega þarf hann að greiða andvirði þess. Frekari upplýsingar utlan@landsbokasafn.is eða í síma 525 5681.
Safnið sér um samlagsáskrift á landsvísu að WebDewey, sem er Dewey flokkunarkerfið á netinu. Safnið sér um allt utanumhald, fjármál og úthlutar aðgangsorðum.
DOI númer eru varanleg rafræn auðkennisnúmer fyrir tímaritsgreinar og annað sem gefið er út á rafrænu formi á internetinu. Með því hengja DOI númer við greinar er varanleg og auðfinnanlega slóð á internetinu tryggð jafnvel þótt hefðbundin vefslóð breytist. Útgefendur fræðitímarita geta sótt um DOI númer fyrir greinar í tímaritum sínum í gegnum safnið með því að fylla út eyðublað. Mælst er til þess að útgefendur sæki um DOI númer rétt fyrir útgáfu nýs heftis. Ath. að allar upplýsingar um grein þurfa að liggja fyrir sem og tengill á hverja grein fyrir sig. Nánari upplýsingar margret.gunnarsdottir (hja) landsbokasafn.is
Doktorsnemar geta skilað rafrænu eintaki doktorsritgerðar sinnar í varðveislusafnið Opin vísindi, sjá leiðbeiningar. Doktorsritgerðir þurfa að hafa ISBN númer. Sækja þarf um ISBN númer.
Höfundar eru einnig hvattir til að sækja um ORCID auðkenni. ISBN og ORCID eiga að birtast aftan á titilsíðu doktorsritgerðar ásamt öðrum bókfræðiupplýsingum.
Lbs-Hbs býður doktorsnemum við Háskóla Íslands að bóka tíma í einstaklingsaðstoð í EndNote hjá sérfræðingum safnsins. Einstaklingsaðstoðin er hugsuð fyrir þá sem nota EndNote en þurfa aðstoð með tiltekin atriði/vandamál.
Nauðsynlegt er að bóka tíma með því að senda póst á netfangið upplys@landsbokasafn.is.
Kynning á heimildarskráningarforritinu EndNote. Farið í gegnum grunnatriði er varða skráningu og varðveislu heimilda í EndNote. Beiðni um EndNote kynningu.
Hægt er að endurnýja lán allt að 6 sinnum ef annar lánþegi bíður ekki eftir efninu. Með innskráningu á lbs.leitir.is geta lánþegar endurnýjað lán sín. Sjá nánar í leiðarvísinum um leitir.is.
Gagnasöfn í áskrift bókasafnsins og Háskóla Íslands eru aðeins aðgengileg á háskólanetinu. Ef tölva er ekki tengd háskólanetinu getur verið lokað á ýmsar tengingar og aðra möguleika. Starfsmenn og nemendur HÍ geta notað gögnin utan háskólanetsins með VPN-tengingu, sjá nánar.
Þeir sem skráðir eru í fjarnám við Háskóla Íslands hafa sömu réttindi og aðrir nemendur háskólans og leitast er við að veita þeim sambærilega þjónustu. Fjarnemar utan höfuðborgarsvæðisins geta fengið bækur sendar með pósti og greiðir safnið póstburðargjald aðra leiðina. Beiðnir um bókasendingar má senda á utlan (hja) landsbokasafn.is eða hafa samband við útlánadeild í síma 525 5681.
Til þess að taka frá efni, þarf lánþegi að vera skráður inn á leitir.is (lbs.leitir.is) með lykilorði sínu. Sjá nánar í leiðarvísinum um leitir.is.
Fyrir alla nema HÍ hvenær sem er á námstímanum. Fræðslan er tengd verkefnavinnu í einstökum námskeiðum og nemendum kennt að leita að heimildum í tengslum við það. Fræðslan getur bæði farið fram í húsakynnum safnsins í Þjóðarbókhlöðu eða kennarar pantað upplýsingafræðing í tíma, senda beiðni um fræðslu.
Safnið býður upp á fjölbreytta fræðslu og kynningar sem miða að því að auka upplýsingalæsi og færni í akademískum vinnubrögðum. Þessi þjónusta er fyrir nemendur Háskóla Íslands en einnig er reynt að sinna óskum annarra hópa fyrir heimsóknir og kynningar, senda beiðni um kynningu.
Safnið tekur við bókagjöfum sem styrkja bókakost safnsins og eru í samræmi við aðfangastefnu þess, nánari upplýsingar gjafir (hja) landsbokasafn.is.
Starfsfólk millisafnalána ljósritar eða skannar greinar og bókarkafla úr ritum safnsins. Ekki þarf að hafa bókasafnsskírteini til að nýta sér þessa þjónustu. Greinaþjónustan er gegn gjaldi, sjá gjaldskrá. Nemendur og starfsmenn HÍ fá 50% afslátt af þessari þjónustu.
Kynnt er vinnuaðstaða og þjónusta sem stendur nemendum til boða ásamt helstu upplýsingaleiðum. Fjallað um leitartækni, lbs.leitir.is, vef Lbs-Hbs og leiðarvísar.is. Í fræðslunni er lögð áhersla á einstakar fræðigreinar í samráði við kennara. Helstu gagnasöfn í viðkomandi fræðigrein kynnt, senda beiðni um kynningu.
Farið er í ýmis hagnýt atriði varðandi heimildaleitir, skil í Skemmu o.fl., allt eftir óskum kennara,
Handbók skrásetjara Gegnis (HASK) tekur til allrar bókfræðilegrar skráningar í Gegni, skráningar íslenskra gagna og erlendra, hvert sem efnisformið er. Handbókinni er ætlað að stuðla að vönduðum og samræmdum vinnubrögðum. Notendur hennar eru skrásetjarar safna sem aðild eiga að Gegni. Ábendingar um handbókina má senda á hask (hja) landsbokasafn.is.
Hægt er að skoða handrit og einkaskjalasöfn úr handritasafni Landsbókasafns á lessal á 1. hæð. Handrit eru sótt úr öryggisgeymslu tvisvar á dag (9:30 og 13:30). Þar er einnig tekið á móti handritum og einkaskjalasöfnum til varðveislu. Í handritasafni er jafnframt hægt að óska eftir millisafnalánum frá öðrum handrita-/skjalasöfnum, upplýsingaþjónustu, myndun á gögnum úr fórum handritasafns og kynningu og fræðslu um starfsemi, sögu og safnkost handritasafns. Nánari upplýsingar og fyrirspurnir handrit (hja) landsbokasafn.is eða í síma 525 5678.
Háskóli Íslands er með EndNote-leyfi fyrir nemendur og starfsfólk. EndNote er forrit sem hjálpar til við að halda utan um heimildir, gera tilvísanir í texta og búa til heimildaskrár samkvæmt tilteknum staðli.
Hægt er að tengja forritið við Word og setja þar tilvísanir og heimildir sjálfkrafa inn í skjöl. EndNote sparar tíma og auðveldar heimildavinnu til muna. Forritið virkar bæði með Windows og Mac stýrikerfum, leiðbeiningar um uppsetningu.
Áminning um skiladag er að jafnaði send á netfang lánþega. Það er þó alfarið á ábyrgð lánþega að gögnum sé skilað á réttum tíma. Notendur geta endurnýjað lán sín sjálfir með því að vera skráður inn á lbs.leitir.is með lykilorði sínu. Ef gögnum er skilað eftir að útlánstími rennur út eru greiddar dagsektir samkvæmt gjaldskrá. Landsbókasafn – Háskólabókasafn sendir innköllunarbréf tvisvar sinnum eftir skiladag. Ef sú innköllun ber ekki árangur fara gögn í innheimtu hjá Motus.
Safnið hefur umsjón með rekstri alþjóðlega bóknúmerakerfisins á Íslandi. Úthlutun er útgefendum að kostnaðarlausu.
ISSN-númerum er úthlutað fyrir blöð, tímarit, ritraðir og árbækur. Æskilegt er að sækja um ISSN-númer fyrir ný tímarit áður en fyrsta tölublað er gefið út.
Kvennasögusafn veitir upplýsingar um íslenska kvennasögu. Þá lánar það út einkaskjalasöfn sem það varðveitir. Afgreiðslutími kvennasögusafns er mánudaga til föstudaga kl. 10-15. Nánari upplýsingar og fyrirspurnir kvennasogusafn (hja) landsbokasafn.is eða í síma 525 5779.
Bókasafn Lagadeildar er á 3. hæð í Lögbergi, húsi Lagadeildar. Nánari upplýsingar lagabokasafn (hja) landsbokasafn.is eða í síma 525 4372.
Hlutverk Íslandssafns er að varðveita allt útgefið íslenskt efni. Rit Íslandssafns eru aðgengileg öllum til lestrar í lessal en bókavörður við afgreiðsluborð í forsal Íslandssafns á 1. hæð í Þjóðarbókhlöðu finnur til þau rit sem óskað er eftir. Nánari upplýsingar og fyrirspurnir islandssafn (hja) landsbokasafn.is eða í síma 525 5630.
Landsaðgangur að rafrænum áskriftum er meðal lögbundinna verkefna safnsins. Öll rafræn gögn í landsaðgangi eru aðgengileg á vefnum hvar.is.
Umsjónarmaður verkefnisins er Birgir Björnsson. Fyrirspurnir og ábendingar má senda á hvar (hja) landsbokasafn.is eða í síma 5255711
Umsókn um leigu á fyrirlestrasal á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu, sjá gjaldskrá. Í salnum eru tæki og aðstaða til að halda fyrirlestra og samkomur og þar eru 80 sæti.
Í bókasafninu eru 144 skápar. Flestir skáparnir eru fyrir gesti sem nota safnið að staðaldri og vilja geyma gögn sín þar frá degi til dags yfir lengri tíma, allt upp í misseri. Lyklar eru afhentir í þjónustuborði á 2. hæð gegn framvísun bókasafnsskírteinis og greiðslu tryggingagjalds, sjá gjaldskrá. Tryggingagjald er endurgreitt þegar lykli er skilað.
Á 2. hæð eru skápar sem leigðir eru út í styttri tíma, 1-2 daga.
Frekari upplýsingar er að finna í bæklingi sem liggur frammi á safninu eða í tölvupósti utlan (hja) landsbokasafn.is
Á 3. og 4. hæð eru 26 lesherbergi sem fyrst og fremst eru ætluð fræðimönnum, nemendum í framhaldsnámi á háskólastigi og öðrum sem vinna að ákveðnum verkefnum og þurfa að nota rit safnsins í því skyni. Hægt er að taka lesherbergin á leigu í mánuð í senn. Sækja skal um lesherbergi á sérstökum eyðublöðum (sjá reglur um úthlutun og sjá gjaldskrá).
Leiðarvísar um heimildir í einstökum fögum, heimildavinnu og aðrar hagnýtar leiðbeiningar.
Hægt er að fá ljósrit eða myndir úr ritakosti Íslandssafns og handritasafns. Myndbeiðnir eru afgreiddar af ljósmyndara safnsins og þess gætt að varðveislusjónarmið séu í fyrirrúmi. Sjá gjaldskrá. Nánari upplýsingar og fyrirspurnir islandssafn (hja) landsbokasafn.is eða í síma 525 5630.
Á 1. hæð í Íslandssafni: Starfsfólk tekur ljósrit af efni safnsins fyrir notendur. Greitt er fyrir hvert blað (sjá gjaldskrá).
Á 2., 3. og 4. hæð eru ljósritunarvélar sem einnig eru skannar. Notendur þurfa að eiga ljósritunarkort til að geta notað vélarnar. Þau eru seld í þjónustuborði á 2. hæð (sjá gjaldskrá).
Lánþegar velja sér lykilorð á lbs.leitir.is. Lykilorðið er notað til að skrá sig á „mínar síður“ á lbs.leitir.is. Þegar lánþegi hefur skráð sig getur hann endurnýjað efni, skoðað útlánasögu sína og tekið frá efni. Nánari leiðarbeinar í leiðarvísinum um leitir.is.
Safnið heldur úti efnisorða- og mannanafnaskrá Gegnis. Efnisorðin eru byggð á Kerfisbundnum efnisorðalykli og með með áorðnum breytingum sem samþykktar hafa verið í efnisorðaráði. Tillögur um ný efnisorð má senda á efnisordarad (hja) landskerfi.is.
Kennarar geta látið taka frá efni úr safnkosti bókasafnsins, fengið efni útvegað annars staðar frá og/eða látið efni úr einkasafni liggja frammi í námsbókasafni vegna kennslu í einstökum námskeiðum. Efni í námsbókasafni er ýmist til notkunar á staðnum eða lánað út í einn til fjórtán daga, allt eftir óskum kennara. Listi yfir fráteknar námsbækur eru svo aðgengilegir í leiðarvísi námsbókasafnsins.. Námsbókasafn er staðsett á 3. hæð í Þjóðarbókhlöðu.
Allar frekari upplýsingar namsbokasafn (hja) landsbokasafn.is eða í síma 525 5781.
Námsbókasafn er á 3. hæð í Þjóðarbókhlöðu. Bækur og annað efni úr námsbókasafni er ýmist hægt að nota á safninu eða fá að láni í einn til fjórtán daga. Nemendur eru hvattir til að kynna sér hvort kennarar einstakra námskeiða noti námsbókasafnið til að auðvelda aðgang að kennslubókum, ítarefni og greinum á leslista. Nánari upplýsingar um safnið og listar yfir fráteknar námsbækur fyrir hvert námskeið er í leiðarvísi námsbókasafnsins.
Allar frekari upplýsingar namsbokasafn@landsbokasafn.is eða í síma 525 5781.
Safnið starfrækir bókasafn fyrir lagadeild Háskóla Íslands á 3. hæð í Lögbergi. Menntavísindasvið er með eigið bókasafn í Stakkahlíð og Heilbrigðisvísindabókasafn Landspítala og Háskóla Íslands er í Eirbergi, Landspítala v/Hringbraut.
Opin vísindi er rafrænt varðveislusafn fyrir ritrýndar vísindagreinar, doktorsritgerðir og annað efni starfsmanna allra háskóla á Íslandi. Leiðbeiningar um skil í Opin vísindi. Nánari upplýsingar og aðstoð við innsendingu efnis opinvisindi (hja) landsbokasafn.is eða í síma 525 5685.
Varanlegt auðkennisnúmer fyrir fræðimenn, aðgreinir fræðimenn með sama nafn og tryggir að verk einstakra höfunda birtist sem verk viðkomandi þrátt fyrir mismunandi rithátt nafns. Einfaldar allt ferli varðandi umsóknir um rannsóknarstyrki og við innsendingu handrita í varðveislusafnið Opin vísindi og til útgefenda. Háskóli Íslands mælist til þess að starfsfólk noti ORCID auðkenni sjá nánar. Það er bæði fljótlegt og einfalt að sækja um ORCID auðkenni á https://orcid.org.
Sérfræðingar í upplýsingaþjónustu framkvæma heimildaleit gegn gjaldi, sjá gjaldskrá. Almennt má reikna með að heimildaleit taki fjórar klst. Þessi þjónusta er ekki hugsuð fyrir námsmenn. Þeim stendur til boða leiðsögn í heimildaleit.
Safnið útvegar notendum sínum bækur og tímaritsgreinar frá öðrum háskóla- og rannsóknarbókasöfnum. Leiðbeiningar um hvernig notendur geta pantað bækur og greinar eru í leiðarvísinum Millisafnalán. Safnið er einnig landsmiðstöð millisafnlána, er leiðbeinandi fyrir millisafnalán innlendra safna og eins það safn sem erlend bókasöfn leita til fyrir millisafnalán frá Íslandi. Nánari upplýsingar og fyrirspurnir millisafnalan (hja) landsbokasafn.is eða í síma 525-5730/32.
Fjölbreyttar upplýsingar fyrir doktorsnema og unga vísindamenn.
Markmiðið er að auðvelda aðgang að upplýsingum um heimildaleitir, um fræðileg skrif og um birtingu fræðigreina, skýrslna og rannsóknargagna.
Vefurinn er samstarfsverkefni norskra háskóla.
Á 2. hæð í þjónustuborði: Öll prentun úr tölvum á 2. hæð sem almennir notendur hafa aðgang að. Greiða þarf fyrir hvert blað (sjá gjaldskrá). Prentun í lit er ekki í boði fyrir almenna notendur.
Á 3. hæð: Fyrir nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands. Svart/hvít prentun. Kostnaður við prentun dregst af prentkvóta í Uglu.
Rafhlaðan varðveitir og veitir aðgang að útgefnum verkum Íslendinga á rafrænu formi.
Hægt er að senda rafrænt efni inn til varðveislu í Rafhlöðunni hér: Rafræn skil.
Auk eintaks af lokaverkefni skal nemandi skila í Skemmu rafrænni yfirlýsingu um það hvernig aðgangi að verkefni hans skuli háttað. Prentið eyðublaðið, fyllið það út, undirritið og skilið því á PDF-formi í Skemmuna sem sérskjali með ritgerðinni í skrefi 2. Þar er hægt að hlaða upp mörgum skrám en aðeins einni í einu.
Safnið sér um innkaup á ritum fyrir ritakaupasjóð H.Í. Nemendur, fræðimenn og aðrir notendur safnsins geta einnig komið með uppástungur um ritakaup.
Skemman er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna nemenda á grunn- og meistarastigi. Markmiðið með Skemmu er m.a. að opna sem flestum aðgang að fræðilegu efni og eru nemendur hvattir til að hafa ritgerðir sínar opnar. Sumar deildir hafa sett reglur varðandi aðgang að lokaverkefnum og er nemendum bent á að kynna sér vel verklagsreglur eða aðrar leiðbeiningar um lokaverkefni í sinni deild.
Samkvæmt 54. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009 skal nemandi sem hyggst útskrifast frá Háskóla Íslands skila inn rafrænu eintaki af lokaverkefni sínu í Skemmuna. Leiðbeiningar um skil í Skemmu. Nánari upplýsingar og aðstoð hi (hja) skemman.is eða í síma 525 5685.
Starfsmenn bókasafna geta sent inn fyrirspurnir um hvaðeina sem varðar skráningu og Gegni almennt, gegnir (hja) landsbokasafn.is. Gegnispósturinn er ekki aðeins fyrir starfsmenn bókasafna heldur geta allir, hvort sem þeir eru innan lands eða utan, sent inn fyrirspurnir eða bent á það sem betur má fara.
Safnið tekur að sér að skrá safnkost fyrir smærri söfn þar sem aðföng eru lítil. Í þessu felst flokkun, skráning og tenging í Gegni. Einnig eru rit kjalmerkt sé þess óskað. Nánari upplýsingar veitir skráningarsvið Landsbókasafns gegnir (hja) landsbokasafn.is.
Starfsfólk skylduskila veitir upplýsingar um hvaða efni er skilaskylt jafnt prentað efni sem rafrænt og hvernig skilum er háttað. Nánari upplýsingar og fyrirspurnir skylduskil (hja) landsbokasafn.is.
Heildarskrá rafrænna tímarita í áskrift. Auk þess er aðgangur að ýmsum tímaritum sem eru aðgengileg í opnum aðgangi. Bæði er hægt að leita að titlum tímarita og einstökum tímaritsgreinum.
Á 1. hæð í lestrarsal Íslandssafns: Aðgangur að Interneti og ritvinnsluforritum
Á 2. hæð á móti þjónustuborði: Aðgangur að Interneti og ritvinnsluforritum.
Á 3. hæð: Fyrir nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands.
Á 4. hæð: Fyrir nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands.
Auk þess eru leitartölvur fyrir lbs.leitir.is á öllum hæðum.
Hugbúnaðurinn Turnitin styður við endurgjöf kennara til nemenda varðandi fræðileg skrif, tilvitnanir og heimildanotkun. Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gert samning um notkun Turnitin í íslenskum framhalds- og háskólum til ársins 2020 og hefur safnið umsjón með framkvæmd samningsins. Hilma Gunnarsdóttir er verkefnastjóri Turnitin og Sigurbjörg Jóhannesdóttir kennslufræðingur háskólakennslu hjá Kennslumiðstöð Háskóla Íslands, hefur umsjón með íslenska aðgangi Turnitin. Safnið heldur reglulega fræðslufundi um Turnitin fyrir kennara og nemendur.
Sjá nánar um Turnitin á vef safnsins og vef Kennslumiðstöðvar.
Sérfræðingar í upplýsingaþjónustu veita aðstoð við upplýsinga- og heimildaleit. Hafið samband við upplys (hja) landsbokasafn.is, í síma 525 5685 eða lítið við í þjónustuborði á 2. hæð.
Allir einstaklingar 18 ára og eldri, með lögheimili á Íslandi og íslenska kennitölu, geta tekið bækur að láni hjá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.
Bækur og annað efni er lánað út í þjónustuborðum á 2. og 4. hæð. Á 2. hæð er einnig sjálfsafgreiðsluvél. Lánstími er yfirleitt 30 dagar. Sumt efni er lánað skemur, t.d. efni í námsbókasafni en það er staðsett er á 4. hæð. Kennarar við Háskóla Íslands geta beðið um að efni í námsbókasafni sé einungis til afnota á safninu eða lánað í 1 til 7 daga. Kvikmyndir eru lánaðar í 3 daga. Ef efni er ekki til í safninu er hægt að panta það frá öðru bókasafni í millisafnaláni gegn gjaldi. Nemendur og starfsmenn HÍ fá 50% afslátt af þessari þjónustu. Öllum gögnum í útláni skal skila í þjónustuborði á 2. hæð. Yfirlit yfir útlánaþjónustuna.
Þjónustugjöld vegna birtinga (Article Processing Charge eða APC) eru gjöld sem útgefendur rukka höfunda fyrir birtingu greina í opnum aðgangi. Þessi gjöld eru mismunandi eftir útgefendum. Birting er ýmist í áskriftartímariti og er þá viðkomandi grein í opnum aðgangi en aðrar greinar í tímaritinu geta verið í lokaðar (hybrid gold access) eða í tímariti alfarið í opnum aðgangi. Allir útgefendur leyfa birtingu handrita (pre-print eða post-print) í varðveislusöfnum á borð við Opin vísindi en með mislöngum birtingatöfum (sjá nánar). Upplýsingar um útgáfustefnu einstakra tímarita, birtingatöf og hvaða útgáfu greina má vista í varðveislusöfnum er hægt að nálgast hjá SherpaRomeo.
Nánari upplýsingar og aðstoð á upplys (hja) landsbokasafn.is
Netspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.